Chateau Durfort-Vivens 2007

Durfort-Vivens er staðsett í Margaux og flokkast sem 2éme Cru Classé. Saga hússins hefur verið rakin allt aftur til elleftu aldar en það var á átjándu öld sem að það öðlaðist alþjóðlega viðurkenningu, ekki síst fyrir tilstilli Thomas Jefferson. Hann var mikill vínunanndi og um tíma sendiherra í Frakklandi áður en að hann varð Bandaríkjaforseti. Hann ferðaðist um Frakkland og ritaði dagbækur þar sem að hann greindi frá vínævintýrum sínum en í þeim flokkaði hann vínin frá Durfort Vivens að gæðum samhliða Lafite og Latour. Durfort-Vivens er vel staðsett en vínekrur þess eru samhliða ekrum Chateau Margaux. Húsið er í eigu Lurton-fjölskyldunnar, sem er afskaplega stór og áhrifamikil á þessu svæði en það var Lucien Lurton (bróðir André) sem að keypti eignina árið 1961, en sonur hans Gonzague er nú við stjórnvölinn.

Chateau Durfort-Vivens 2007 er dökkt, mikið, tignarlegt, Cabernet ríkjandi. Ávöxturinn dimmblár, sólber, plómur, kræber, ávöxturinn sætur, kryddaður, brenndur með kaffi og vanillu. Massívt og þykkt í munni, kjötmikið, ávöxturinn ríkjandi yfir eikinni, mjúkt, má geyma en meira en vel drykkjarhæft núna, kröftug en frekar mjúk tannín af þetta ungum Margaux að vera.

7.998 krónur. Og þess virði.

Deila.