Þetta er hrikalega gott kartöflugratín þar sem að notuð eru hráefni sem eru algeng í eldhúsi Miðjarðarhafsins.
- 800 g kartöflur
- plómutómatar, niðursneiddir
- 1 laukur, saxaður
- 3-4 vænir hvítlauksgeirar, saxaðir
- 8-10 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
- 1 lúka söxuð basillauf
- 1 dl hvítvín
- væn lúka nýrifinn parmesan
- ólífuolía
- sjávarsalt og nýmulinn pipar
Flysjið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar.
Hitið olíu á pönnu og mýkið laukinn í nokkrar mínútur, bætið þá hvítlauknum, sólþurrkuðum tómötum og kartöflunum út á og haldið áfram að steikja á miðlungshita í um fimm mínútur. (Hér er líka gott að setja klípu af chili-flögum út á). Hellið hvítvín út á og sjóðið nær alveg niður. Hrærið söxuðum basil saman við. Saltið og piprið.
Setjið kartöflurnar í eldfast form. Gott er að pensla það með ólífuolíu á undan. Raðið tómatasneiðunum ofan á og hellið smá ólífuolíu yfir. Eldið við 200 gráður í um klukkustund. Takið formið út og dreifið parmesanostinum yfir. Setjið aftur inn í ofn og eldið áfram í um 15 mínútur.