Lamberti Pinot Grigio 2011

Ítalska þrúgan Pinot Grigio nýtur mikilla og vaxandi vinsælda en hér er eitt ágætis eintak frá vínhúsinu Lamberti í Veneto á Ítalín þrúgurnar í vínið koma bæði frá Veneto og Trentino.

Vínið er mjög ljóst og fölt á lit. Mild blómaangan, gul epli, kantalópur og  smá hunang í nefi. Þykkara en maður á von á í munni, þægilegt og ferskt. Þetta er ágætis vín sem fordrykkur eða í móttökur. Með mat ætti það við t.d. sjávarréttapasta.

1.895 krónur.

Deila.