Beronia Viticultura Ecologica 2008

Neytendur gera í auknu mæli kröfur um náttúrulega framleiðslu og vínframleiðendur ekki síður en aðrir sinna því kalli. Hér er vistrænt ræktað (ecological) rauðvín frá vínhúsinu Beronia í Rioja á Spáni. Þetta er hreint Tempranillo og ekki bara vistrænt heldur bara ansi gott Rioja, rétt eins og önnur vín frá Beronia.

Heitur, kryddaður ávöxtur, nokkuð eikað. Þroskuð dökk kirsuber, leður, lakkrís og vanilla. Vottur af myntu og lárviðarlaufum. Þétt og vel uppbyggt, mjúk tannín. Vín með rauðu kjöti.

2.298 krónur.

Deila.