Wokaður kjúklingur með núðlum og cashewhnetum

Þar sem að ég nennti ekki að hafa mikið fyrir matnum í kvöld  varð þessi bragðgóði og fljótlegi réttur fyrir valinu.

  • 1 pakki eggjanúðlur (250 grömm)
  • 300 grömm kjúklingabringur
  • 300 grömm spergilkál
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 1 dl cashewhnetur
  • 1 1/2 dl ostrusósa
  • 1/2 dl vatn
  • salt og pipar

Eldið eggjanúðlurnar samkvæmt leiðbeiningum.Skerið kjúklinginn í bita.

Steikið kjúklinginn í wok-pönnu í 3-5 mín eftir stærð bitanna, hann þarf að eldast í gegn, og piprið og saltið. Takið kjúklinginn af pönnunni. Wokið síðan spergilkálið í cirka 1-2 mín og piprið og saltið. Setjið síðan hvítlaukinn og cashewhneturnar út í og wokið í 1 mín til viðbótar.. Setjið að lokum ostrusósuna, vatnið og núðlurnar útí  og blandið saman. Blandið síðan kjúklingnum út í. Látið malla í smá stund eða þar til að þetta er orðið heitt í gegn.

Með þessu hentar ferskt og ávaxtaríkt Nýjaheims-hvítvín, t.d. Two Oceans Pinot Grigio

Deila.