Haukur bloggar: Mikkeller var hápunkturinn

Hápunktur hátiðarinnar Copenhagen Beer Celebration var básinn hjá Mikkeller. Ég hitti Mikkel Bergsjö sem var afar þreyttur eftir langa viku af bjór atburðum í vikunni á undan hátiðinni en hamingjan leyndi sér ekki þegar hann fræddi greinarhöfund um hátiðina, bjórana sína og Kaupmannahöfn.

Mikkel Bergsjö er fæddur árið 1975 og er fyrrverandi kennari. Bjóráhuginn tók yfir kennsluna og hann varð mjög virkur heimabruggari. Eftir þrjú ár af heimabruggi í eldhúsinu heima hjá sér stofnaði hann fyrirtækið sitt, Mikkeller. Mikkeller er ekki beint brugghús en telst til svokallaðra „Gypsy“ bruggara. Hann flakkar um og bruggar bjórinn sinn víða, en þó aðallega í Belgíu.

Aðspurður sagði Mikkel að hátíðin hafi verið sett fram gegn Copenhagen Beer Festival, sem er árleg hátíð í Kaupmannahöfn. Sú hátið er gríðarlega stór og þrátt fyrir nokkur góð brugghús að þá er hún samt mjög Carlsberg-vædd og ekki beint fyrir „bjórnördana“.

Vínótekið var mjög forvitið um bjórsenuna í Kaupmannahöfn enda hefur borgin verið á milli tannana á bjórnördum og eru margir bestu ölbarir heimsins í Kaupmannahöfn. Mikkel sjálfur rekur tvo þeirra, Mikkeller á Viktoriagade og Mikkeller & Friends á Stefansgade í Norrebro.

Aðspurður um bjórsenuna og hversu mikið hafi breyst í Danmörku frá þvi að hann byrjaði að setja bjór sinn á markað sagði hann að í raun og veru hafi lítið breyst. „Það er sama fólkið sem mætir á alla ölbarina og það er sama fólkið sem fer út í búð og kaupir sér venjulegan lager bjór, það eina sem hefur breyst er að barirnir eru fleiri og litlu brugghúsin fleiri, markaðurinn er hinsvegar eins lítill eins og hann var þegar ég byrjaði.“. Aðspurður um senuna sjálfa sagði Mikkel: „Senan væri hreinlega ekki til ef við værum ekki að halda svona hátíð. Þessi hátið er senan og það sem viðheldur henni“

.Þetta svar kom greinarhöfundi í opna skjöldu, þar sem Mikkeller er griðarlega stórt nafn í bjórheiminum og Kaupmannahöfn umtöluð sem bjórparadís. Mikkeller er ansi stórt nafn vestanhafs og því lá beinast við að spyrja hann hvort að stærsti markhópurinn væri þá í Bandaríkjunum? „Nei, þrátt fyrir góða sölu þar að þá sel ég mest af mínum bjór í Sviþjóð. Ég sel meiri bjór í Sviþjóð en öllum ríkjum Bandaríkjanna.“

„Míkro“ bruggmenning hefur verið á hraðri uppleið í Svíþjóð og bæði Brooklyn Brewery og BrewDog eru að opna bruggpöbba þar í landi. Þrátt fyrir að bjórnördarnir líti til brugghúsanna í Danmörku, þá virðist hinn almenni dani ekki vera jafn opinn fyrir nýjungum eins og svör Mikkels gáfu til kynna.

Þar sem greinarhöfundur hafði sjálfan Mikkel Bergsjö fyrir framan sig þá var ekki hægt að standast mátið og spyrja hann hver uppáhalds bjórinn hans væri? Það var nákvæmlega ekkert hik þegar hann sagði hreinlega „Orval“. Hann bætti við að ef hann mætti drekka einn bjór það sem eftir væri af hans lífi að þá væri það Orval. Hann væri það hugfanginn af Orval að hann hefði lengi bruggað bjóra sem væru líkir honum, frekar humlaðir með lifandi Brettanomyces gerlum. Honum hefði loksins tekist að brugga bjór sem stæði Orval fullan snúning og satt best að segja væri varla hægt að finna mun. Sá bjór heitir „Mikkeller Årh Hvad!?“ og þess má geta að hann fæst í afar takmörkuðu upplagi sem sérpöntun úr ÁTVR.

Mikkeller bauð upp á ótrúlega bjóra þessa helgi. Greinarhöfundur átti ákaflega erfitt með að gera upp á milli þeirra. Mikkeller Spontandoubleblueberry var afar góður, súrt öl bruggað í belgiskum lambic stil. Svarblátt að lit með fjólublárri froðu og gríðarlega berjarikt. Allri George! línunni frá Mikkeller var reitt fram, en það er kraftmikill Imperial Stout sem legið hefur í tunnum. Whisky, koníak og Calvados útgáfurnar voru allar til smakks og voru hreint afbragð. Mikla hrifningu vakti hins vegar Mikkeller X, afar stór Imperial Stout sem bruggaður var árið 2006. Hann var sætur og vanilluríkur, eins þykkur og mótorolia.

Lervig

 

Það er hreinn ógjörningur að telja upp alla þá frábæru bjóra sem voru til smakks á Copenhagen Beer Celebration. Skandinavía var áberandi á hátíðinni, enda mörg brugghús á norðurlöndunum sem eru í samstarfi við Mikkeller. Dönsku brjálæðingarnir í To Øl vöktu mikla athygli gesta, sem og Lervig frá Noregi sem buðu upp á afbragðs Barley Wine.

Deila.