Kjúklingur marineraður í sesamolíu

Þetta er gómsætur kjúklingur í asískum stíl og þá helst kínverskum þó að vissulega sé þetta kannski frekar vestræna útgáfan af kínverska eldhúsinu en sú upprunalega.

 • 500 grömm kjúklingabringur

Marinering

 • 1 msk sojasósa
 • 1 msk hvítvín
 • 1 msk sesamolía
 • 1 tsk sykur

Skerið kjúklinginn í litla bita. Marinerið kjúklinginn í sojasósu, hvítvíni, sesamolíu og sykri. Kryddið með pipar og salti. Leyfið þessu að liggja i marineringunni í cirka 1 klst.

 • 2 msk hveiti
 • 1 msk sósujafnari
 • 1 msk chilisósa
 • 2 msk tómatsósa
 • 2 msk hunang
 • 2 msk sojasósa
 • 1/2 dl vatn
 • 1 msk sesamfræ
 • olía
 • salt og pipar

Blandið hveiti og sósujafnara í  plastpoka, það er tilvalið að nota ziplock-poka með rennilás. Setjið kjúklinginn ofan og þekjið  með hveitinu.

Steikjið siðan kjúklinginn í olíu á pönnu. Geymið og haldið heitum á meðan að þið gerið sósuna.

Blandið chilisósu, tómatsósu, hunangi, sojasósu og vatni á pönnu og sjóðið þangað til hún fer að þykkna og bætið þá kjúklingabitunum út í og blandið saman.  Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Með þessu er gott að hafa ferskt og ávaxtaríkt hvítvín t.d. Fleur du Cap Chardonnay.

Fleiri uppskriftir að kjúklingaréttum má finna með því að smella hér.

Deila.