Smoked Bloody Mary

Hér er uppskrift Pekka Pellinen að reyktri Bloody Mary. Fyrir þau okkar sem eiga ekki reykbyssu þá er þetta  bara uppskrift að virkilega góðri Bloody Mary.

  • 1,5 cl Finlandia Lime
  • 1,5 cl Finlandia Classic
  • 3 dropar Tabasco (farið varlega, það er alltaf hægt að bæta við en ekki taka í burtu)
  • 1 dass Worchestershire-sósa
  • 1 cl nýkreystur lime-safi
  • tómatasafi
  • salt og pipar

Setjið í glas og hrærið saman. Ef vodkað kemur úr frysti og tómatasafinn er vel kældur þarf ekki að hafa klaka með. Reykið með reykbyssu (þið sem eigið slíkt tæki). Skreytið með sellerí.

Deila.