Kanilbunkalengja „Pull Apart Bread“

Mig hefur lengi langað til að baka það sem á ensku er kallað „pull apart bread“ eða allt frá því að ég rakst á slíka uppskrift á síðunni hennar Joy the Baker. Þetta er kanilsnúðabrauð með yndislegri kanilsykurfyllingu sem er skorið í sneiðar og raðað upp í form áður en það er bakað.

Deigið

 • 385 grömm hveiti
 • 50 grömm sykur (ég hef sleppt sykrinum og fannst það ekki koma að sök)
 • 2 1/4 tsk þurrger
 • 1/2 tsk salt
 • 2 stór egg
 • 60 gr ósaltað smjör
 • 80 ml mjólk
 • 60 ml vatn
 • 1 tsk vanilludropar

Kanilsykurfylling

 • 200 grömm sykur
 • 2 tsk kanill
 • 60 grömm ósaltað smjör

Hitið ofninn í 180 gráður.

Hrærið saman hveiti (280grömm), sykur, þurrger og salt. Hrærið saman eggin  í annarri skál og setjið til hliðar. Bræðið saman smjör og mjólk í örbylgjuofni eða á pönnu og bætið vanilludropunum og vatninu út í .  Bætið síðan eggjunum út í þurrefnablönduna og síðan afganginum  af hveitinu. Hnoðið deigið í dágóðan tíma (það er hægt að nota hrærivél líka) . Mótið kúlu og setjið í skál ásamt örlitlu hveiti. Leyfið deiginu að lyfta sér í 1 klukkustund.

Fletjið deigið út í  ferhyrning sem er um 30 cm á hæð og 50 cm á breidd.  Gerið kanilsykurfyllinguna með  þvi að bræða smjörið í örbylgjuofni. Blandið saman sykri og kanil.

Penslið deigið með smjörinu og bætið síðan kanilblöndunni ofan á .  Skerið deigið lárétt  (þvert á langhliðina) í 6  jafnar ræmur.   Staflið síðan ræmunum  upp á hvor aðra og skerið í sex jafna bunka.  Setjið bunkana  í ílangt form og leyfið deiginu að lyfta sér í cirka 30 mínútur í forminu.

Setjið síðan formið inn í forhitaðan ofninn og bakið í cirka 30-40 mín (fer svolítið eftir ofni).  Það tekur aðeins lengir tíma fyrir deigið sem er á botni formsins að bakast og  það er allt í lagi þó að deigið sé svolítið dökkt að ofan. Leyfið lengjunni að jafna sig í um 20-30 mínútur í forminu áður en hún er tekin úr

Deila.