Casillero del Diablo 2011

Ef eitthvað eitt vín er táknrænt fyrir Chile þá er það Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon. Concha y Toro er stærsta vínhús Chile, Cabernet er vinsælasta þrúgan og Casillero del Diablo er sú lína sem Concha er þekktast fyrir. Og nú er vínið þar að auki komið með skrúfutappa, sem er vaxandi krafa fyrir vín sem á að neyta ungra, ekki síst í Norður-Evrópu.

Casillero del Diablo Cabernet 2011 er mjög ungt vín, sem kemur fram í öllum þáttum. lit, nefi og bragði. Vínið hefur fallegan dökkfjólubláan lit og í nefi einkennist það af kröftugum sólberjaávexti og krækiberjum. Það er brenndur viður, eik í nefinu og í munni koma ferskar kryddjurtir fram í bland við nokkuð sýrumikinn og tannískan ávöxtinn. Vínið er enn ungt og svolítið hart, það borgar sig að leyfa því að standa aðeins. Þetta er vín sem er t.d. áhugavert að reyna með alvöru, heimatilbúnum og safaríkum hamborgara, reynið t.d. einhvern af þessum hér.

1.899 krónur. Góð kaup.

Deila.