Chateau Bonnet Réserve 2008

Chateau Bonnet er eitt af mörgum vínhúsum í eigu André Lurton og þar að auki það Chateau þar sem hann hefur býr ásamt fjölskyldu sinni.

Bonnet er á Entre-deux-Mers svæðinu á milli hægri og vinstri bakkans. Þetta er einfaldur en vel gerður Bordeaux, blanda úr Merlot og Cabernet Sauvignon og er fyrri þrúgan ríkjandi í blöndunni. Vínið hefur ágætan kraft, er nokkuð eikað, í nefi súkkulaði og reykur í bland við ferskan og fínan berjaávöxt, rifsber, sólber, kirsuber. Mjúkt í munni, með þokkalega lengd. Með ostum eða rauðu kjöti.

2.495 krónur.

Deila.