Karabískar kryddkótilettur

Kröftugu kryddmauki í anda Karíbahafsins er smurt á grísakótilettur áður en þær eru grillaðar. Þessi tegund ef kryddmauki er kölluðu Jamaica Jerk.

 • 4 vænar, þykkar grísakótilettur
 • 3 dl BBQ-sósa
 • 1 rauður chilibelgur
 • 1 laukur
 • 1 skalottulaukur
 • 2-3 hvítlauksgeirar
 • 1 tsk Allspice
 • 1 tsk timjan
 • 1/2 tsk engifer
 • 1/4 tsk múskat
 • 1/4 tsk kanill
 • salt og pipar

Maukið laukana, chili og kryddin saman í matvinnsluvél.

Blandið vænni matskeið af kryddmaukinu saman við BBQ-sósuna og geymið.

Smyrjið restinni af kryddmaukinu á kótiletturnar. Látið standa í hálfa til eina klukkustund.

Penslið kótiletturnar með olíu, saltið vel og piprið. Grillið.

Berið fram með BBQ-sósunni, bökuðum kartöflubitum og Cole Slaw.

Hundruð uppskrifta að grillréttum og meðlæti getið þið séð með því að smella hér.

Deila.