Wine Challenge velur víngerðarmann ársins

Adolfo Hurtado, yfirvíngerðarmaður Cono Sur, hefur verið tilnefndur sem „víngerðarmaður ársins“ í rauðvínum fyrir International Wine Challenge ásamt þeim Chris Hatcher frá Wolf Blass í Ástralíu og Frakkanum Pierre Vincent  frá Domaine de la Vougeraie.

Úrslitin verða tilkynnt við hátíðlega athöfn í London í næstu viku en í dómnefndinni sitja nokkrir af þekktustu sérfræðingum heims, þeir Tim Atkins, Charles, Metcalfe, Oz Clarke, Sam Harrop, Derek Smedley og Peter McCombie.

Deila.