Rabarbarabaka með jarðaberjum

Þessi tegund af böku er kölluð „smulkaka“ eða mylsnukaka á Norðurlöndunum en í Bandaríkjunum (þaðan sem þessi uppskrift kemur) eru þær oft kallaðar „crisp“.

  • 450 grömm rabarbari, skorinn í bita
  • 250 grömm jarðaber, skorin i bita
  • 200 grömm sykur
  • 190 gömm hveiti (skiptið hveitinu 140 og 50)
  • 1/2 tsk kanill
  • 110 grömm púðursykur
  • 115 grömm smjör (bráðið og kólnað)
  • 80 grömm haframjöl
  • 1/4 tsk múskat

Blandið saman rabarbara, jarðaberjum, sykri, 140 grömm hveiti og kanil í skál. Færið þetta í eldfast mót. Blandið síðan saman  í annarri skál púðursykri, haframjöli, afganginum af hveitinu (40 grömm) og múskati. Bætið síðan smjörinu saman við og búið til „mylsnu“. Dreifð mylsnunni síðan yfir rabarbara- og jarðarberjablönduna.

Bakið við 180 gráður í 35-40 mínútur.

Deila.