Kartöflusalat með avókadó

Þetta er svolítið kraftmikið kartöflusalat en þið getið stjórnað „hitanum“ með með því að bæta við meira – eða hafa af minna af – Sambal Oelek. Það er chilimauk, upprunnið frá Indónesíu, sem finna má í austurlensku hillunum í stórmörkuðum. Einnig er hægt að nota annað chilimauk í staðinn, s.s. harissa. Salatið fellur vel að grilluðu kjöti í kröftugri marineringu.

  • 800 g kartöflur
  • 800 g kartöflur
  • 1 þroskaður avókadó
  • 1 rauðlaukur
  • 1 lúka basillauf, söxuð
  • 1 dós dýrður rjómi
  • 3 tsk Sambal Oelek
  • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar. Leyfið þeim að kólna. Skrælið og skerið í bita.

Blandið saman sýrðum rjóma, Sambal Oelek, pressuðum hvítlauk og helmingnum af söxuðu basillaufunum.

Skerið avókadó í tvennt. Takið steininn úr. Skafið ávaxtakjötið úr með skeið og skerið í bita.

Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og saxið.

Blandið kartöflum, avókadó og lauk saman við sýrða rjómann. Bragðið til með salti og pipar.Sáldrið afganginum af basillaufunum yfir.

Fleiri uppskriftir af kartöflusalati hér.

Deila.