Barefoot Shiraz

Barefoot-vínin eru kalifornísk og hafa löngum vakið athygli fyrir mjög gott samspil verðs og gæða. Þetta er ágætt dæmi um það. Ekki kannski flókið vín og karaktermikið en engu að síður ágætlega kröftugt og vel gert. Það einkennist af dökkum berjaávexti, sólber en líka plómur. Það er kryddað og hefur góðan strúktúr, ekki of sætt, hæfilega tannískt. Vínið var samhliða smakkað nokkrum öðrum ódýrari vínum og hreinlega bar af. Þetta er fínt ódýrt vín með t.d. grilluðu kjöti með BBQ-sósu og það fellur líka merkilega vel að sterkkrydduðum réttum. Reynið t.d. með indverskum mat.

1.699 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.