Vöfflur með skinku og osti

Það er hægt að nota vöfflujárnið í ýmislegt eins og þessar morgunverðarvöfflur. Ég notaði cheddarost og skinku í fyllinguna en það er auðvitað hægt að nota hvað sem manni dettur í hug.

  • 150 gr.hveiti
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 2 egg (aðskilin)
  • 150 gr.bráðið smjör (kælið)
  • 150 ml matreiðslurjómi
  • 120 gr. vatn
  • Cheddar-ostur
  • skinka

Blandið þurrefnunum saman. Blandið saman eggjarauðunum, kælda smjörinu, matreiðslurjóma og vatni. Blandið síðan þurrefnunum út í. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við deigið. Setjið deigið á vöfflujárnið, síðan ostinn og skinkuna.

Deila.