Strengjabaunir með hvítlauk og sítrónu

Strengjabaunir eru vinsælar víðar og Frakkar elska t.d. sínar „haricot verts“ með steikinni, kjúklingnum, öndinni og ýmsu öðru. Þær eru líka ekki einungis fljótlegar að elda og meinhollar heldur líka ljúffengar. Hér er dæmi um hvernig hægt er að elda þær með hvítlauk og sítrónuberki.

  • strengjabaunir
  • hvítlauksrif, söxuð
  • rifinn sítrónubörkur
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Snyrtið baunirnar með því að saxa af þeim endana. Setjið baunirnar í sjóðandi vatn ásamt smá salti og sjóðið í um tvær mínútur. Takið þá upp úr og setjið í skál með ísköldu vatni.

Hitið smjör og olíu á pönnu. Mýkið hvítlaukinn í um 1 mínútu. Bætið þau baununum á pönnuna og steikið í 3-4 mínútur.Blandið loks rifna sítrónuberkinum saman við. Saltið og piprið.

Deila.