Cecchi Chianti Classico 2011

Cecchi-fjölskyldan hefur framleitt vín á Chianti-svæðinu í Toskana um langt skeið og þetta er með rótgrónustu fjölskylduvínhúsum héraðsins. Fyrstu vínin frá Cecchi komu á markað hér á landi undir lok síðasta árs.

Þetta Chianti Classico-vín frá Cecchi er enn ungt og svolítið hart í tannínunum. Þetta er vín sem vel má geyma í 1-2 ár en annars umhella áður en það er borið fram. Í nefinu dökk ber, lyng, jörð, svolítið sviðið, reykur, þurrt, tannískt í munni, með kröftugum ávexti sem heldur áfram út í gegn. Með bragðmiklum pastaréttum með tómatasósu og/eða kjötsósu. Reynið t.d. með Spaghetti all’Amatriciana.

2.595 krónur. Góð kaup.

Deila.