Romio Montepulciano d’Abruzzo 2012

Montepulciano er nafnið á þrúgu og yfirleitt er hún kennd við Abruzzo hérað á Mið-Ítaliu þar sem hún er hvað algengust. Þetta eru alla jafna, einföld og aðgengileg matarvín.

Hér er á ferðinni ungt, ágætlega kröftugt og líflegt Montepulciano-vín. Dökkt, angan af kirsuberjum, sólberjum, örlítið kryddað, vottur af lakkrís. Ágætur tannískur strúktúr, vínið ungt og þurrt. Reynið með pasta með sósu þar tómatar gegna lykilhlutverki, t.d. Spaghetti all’Amatriciana.

1.799 krónur. Mjög góð kaup. Hálf viðbótarstjarna fyrir verð/gæði.

Deila.