Pasqua La Famiglia Passimento 2010

Apassimento eða Passimento er aðferð við víngerð sem er upprunninn í norðurhluta Ítalíu en hefur verið að breiðast út vegna vinsælda slíkra vína. Í appassimento felst að þrúgurnar eru þurrkaðar með náttúrulegum hætti og verður því safinn sætari og bragðmeiri þegar að þær eru pressaðar. Þekktustu vínin í þessum stíl eru Amarone en vín sem eru kölluð appassimento eða passimento eru léttari útgáfur.

Rauður tónn, út í örlítið brúnt. Apelsínubörkur í nefi, dökkur ávöxtur,  þeyttar eggjarauður, þurrt, fremur þunnt. smá reykur, viður. Kryddað. Með t.d. risotto.

2.650 krónur.

Deila.