Þessi ítalski búðingur er með vinsælustu eftirréttum Ítalíu og það er hægt að gera hann á margvíslega vegu. Hér er búðingurinn sjálfur klassískur en með honum berum við fram fersk jarðaber sem eru marineruð í smástund með límónuberki.
- 4 dl Rjómi
- 1 vanillustöng (skerið í tvennt og skafið fræin úr)
- 2 msk sykur
- 1 1/2 blað matarlím
Hitið rjómann ásamt vanillufræunum og sykrinum í pönnu eða potti á lágum hita að suðu. Passið að sjóða ekki en þá hleypur rjóminn í kekki. Takið af pönnunni og leyfið að kólna í cirka 10 mín á meðan þú setur matarlímið í kalt vatn, en þar þarf það að liggja í cirka 5 mín. Kreystið matarlímið og setjið það út í rjómablönduna.
Setjið búðinginn í 4 glös og leyfið honum að kólna í þeim áður en þið setjið inn í ísskáp og geymið í að minnsta kosti í 3-4 tíma, helst lengur.
Jarðaber í límónusafa
- 1 askja jarðaber
- 1 límóna/lime (nota bara börkinn)
- 1- 1 1/2 msk sykur (hægt að nota hunang líka)
Skerið jarðarberinn í bita. Rífið börkinn af límónunni. Setjið jarðaberinn ásamt límónuberkinum og sykrinum í skál og leyfið að marinerast saman í 30-60 mín. Það er líka hægt að nota hunang í staðinn fyrir sykur Setjið síðan jarðaberin ofan á panna cotta og berið fram.