Haukur Heiðar: Sumarbjórsumfjöllun #2 Borg Brugghús Sólveig

Hveitibjórar af hinum ýmsum gerðum virðist vera þemað í ár. Hér er mætt frænka hans Sumarliða sem var sumarbjór Borgar fyrir 2 árum.

Með Sólveigu er í grunninn haldið í bæverskar hefðir en þó með áhrifum sem rekja má vestur um haf.

Í hveitibjórs glasinu frá Borg lítur Sólveig afar vel út. Liturinn er bjartur, eiginlega létt sítrónu gulur og örlítið skýjaður. Í nefi er banani og hveiti með keim af berki. Á tungu er bjórinn svalandi og
skilur eftir skemmtilegt eftirbragð sem einkennist af geri og humlum.

Fyrst kemur bananani og svo örlítið humlabit. Hér er ekki verið að fara hamförum í humlum heldur greinilega verið að stíla inn á jafnvægi hráefna.

Sólveig er því hinn fínasti sumarbjór og eitthvað sem vel máopna á pallinum í sumar.

Deila.