Guðný bloggar: Dásamlegir kókostoppar

Þessa fögru toppa er mjög einfalt að gera. Bragðlaukarnir taka kipp og tjútta af gleði…
Ef kókos er í uppáhaldi, eru þessir klárlega málið!
HRÁEFNI:
  • 750 gr. kókos
  • 4 eggjahvítur, stórar
  • 100 gr. hrásykur
  • 1 tsk. vanilla (ég nota vanilluduftið frá Rapunzel)
  • 1/4 tsk. salt
  • 100 gr. 70% súkkulaði (brætt)
AÐFERÐ:
  1. Hitð ofninn í 180°C
  2. Blandið öllu nema súkkulaðinu vel saman
  3. Mótið í kúlu og setjið á pappírklædda bökunarplötu
  4. Bakið í 10-15 mín
Kælið vel áður en tekið er af plötunni. Mér finnst algjör bónus að dýfa þeim í súkkulaði eða bæta því niðurskornu út í deigið.
Þessar fögru elskur hafa svo góða nærveru að manni hlýnar að hjartarótum.
Njótið vel !!
Deila.