Finca Moncloa 2011

Andalúsía er þekktari fyrir sérrí en hefðbundin borðvín en þar leynast þó engu að síður nokkrar perlur. Finca Moncloa er lítið vínhús á svæðinu Tierra de Cadiz sem að sérríhúsið Gonzales-Byass hefur eignast og hafið til vegs og virðingar. Þrúgurnar sem notaðar eru í vínið eru annars vegar þekktar alþjóðlegar þrúgur, Cabernet Sauvignon, Merlot, Petit Verdot og Shiraz en einnig nær óþekkt andalúsísk rauðvínsþrúga, Tintilla de Rota.

Finca Moncloa er mjög dökkt, ávöxturinn í nefi er þurrkaður, sætur, svartur, sólber, krækiber, örlítill vottur af rúsínum. Kryddað með töluverðu kaffi og míneralískt, kalk. Í nefi langt, mikill þroski í ávextinum, hann er djúpur, langur með sólbakaðri sætu, eik nokkuð áberandi. Tannískt,  vel strúktúrerað vín sem heldur sér vel og lengi.

2.848 krónur. Frábær kaup.

Deila.