La Braccesca 2010

Nafnið á svæðinu Vino Nobile di Montepulciano hefur yfir sér rómantískan blæ, hið göfuga vín. Og vissulega eru mörg vínanna af þessu svæði göfug eins og La Braccesca, eitt af vínunum úr smiðju Piero Antinori.

Dökkt, með angan af þroskuðum berjum, þarna eru rifsber, jarðarber, töluverður viður, kaffi og tóbakslauf, sæt vanilla. Kröftugt í munni, breiðir úr sér, tannín grípa vel um góminn, ávöxturinn þykkur og kryddaður. Virkilega flott vín. Reynið með nautakjöti eða þess vegna hreindýri.

3.399 krónur

Deila.