Tourelles de Longueville 2009

Tourelles er vín númer tvö frá Chateau Pichon-Longueville einu af bestu vínhúsum Bordeaux. Ekrur Pichon eru með þeim bestu í þorpinu Pauillac og undanfarin áratug hafa átt sér stað gífurlegar breytingar bæði á ekrunum og víngerðarhúsinu til að tryggja víninu frá Pichon þann sess sem það ber. Þrúgurnar í stóra vínið fara eru nú einungis af tiltölulega litlu svæði ekrunnar sem liggur hvað hæst og er með svipaða jarðfræði og nágranninn Latour. Þrúgur af öðrum svæðum ekrunnar fara nú í Tourelles og gæði Tourelles eru nú að mörgu leyti sambærileg við gæði Chateau-vínsins fyrir rúmum áratug. Þetta er sem sagt hörkuvín af einni bestu Grand Cru ekru Bordeaux.

2009 er einn besti árgangurinn sögunnar í Bordeaux og það sem slær mann fyrst er hvað 2009 Tourelles er aðgengilegt núna og hreinlega yndislegt að drekka. Já, það má geyma það, þess vegna í á annan áratug, en það er eiginlega óþarfi. Meiri Merlot en í stóra víninu, mikil sólber, bláber, vindlakassi, seyðandi, tælandi með silkimjúkum tannínum og mikilli lengd. Vín fyrir nautasteik og önd. Munið bara eftir að umhella.

8.999 krónur. Frábær kaup.

Deila.