Canepa Classico Merlot 2013

Classico-línan frá Canepa í Chile gefur rosalega mikið fyrir peninginn. Þetta eru einföld en vel gerð og aðlaðandi vín, sem eru í flokki ódýrustu vínanna í vínbúðunum.

Merlot-vínið í Classico-línunni hefur fjólubláan lit, í nefi plómur, dökk ber, þetta er vín sem snýst fyrst og fremst um ávextinn, en þarna má líka finna fyrir tannínum og það hefur mildan kryddkeim. Á heildina litið þægilegt vín og mjög fínt fyrir peninginn.

1.499 krónur.

Deila.