Hito 2013

Hito er yngsta vínið frá nýbylgjuvínhúsinu Cepa 21 í Ribera del Duero á Spáni. Þið getið lesið nánar um þetta hérað og Cepa 21 með því að smella hér.

Ribera-vínin eru yfirleitt látin liggja lengi á tunnum og flösku en það á ekki við um þetta vín, það hefur „einungis“ verið í átta mánuði í eikartunnunum og flokkast því sem „Joven“ eða ungt vín. Og þau sýna oft óbeislaðan hinn mikla kraft ávaxtarins frá Ribera del Duero. Dökkt með svörtum og dökkrauðum berjum, brómber, krækiber, sólber, dökkt súkkulaði örlítill vottur af vanillu, mjög kröftugur ávöxtur, þykkur, mjúk tannín. Grillvín.

2.499 krónur. Frábær kaup.

Deila.