Disznoko Tokaji Aszu 5 puttonyos 2006

disznokoÞað munaði ekki miklu að eitt besta sætvínshérað veraldar myndi leggja upp laupana. Á meðan Ungverjaland var bak við járntjaldið á kaldastríðsárunum var víngerðin þjóðnýtt og allur metnaður og þekking hvarf úr geiranum. Hið sögufræga hérað Tokaji var ekki svipur hjá sjón þegar að Ungverjar öðluðust frelsi á ný leið ekki á löngu áður en fjárfestar fóru að leita hófana. Disznoko er eitt af bestu húsum Tokaji og er nú í eigu víndeildar franska fyrirtækisins AXA, sem á  nokkur af virtustu chateau-um Bordeaux.

Tokaji-vínin eru einstök sætvín, þau eru bæði sætari og sýrumeiri en t.d. frönsku Sauternes-vínin. Þessi 2006-árgangur frá Disznoko sýnir þetta jafnvægi sýru og sætu fullkomlega, djúpur, dökkgulur litur, þurrkaður ávötur í nefi, apríkósur, sultuð appelsína, kryddað, feitt með unaðslegri sýru.

100%

5.335 krónur. Stórkostlegt vín. Með sígildum eftirréttum.

  • 10
Deila.