Keppni kassavínanna – best in box

Það eru haldnar reglulega smakkanir þar sem veittar eru viðurkenningar fyrir framúrskarandi vín. Í ljósi þess að svokölluð kassavín eða þriggja lítra „bag in box“ eru orðin ansi stór hluti vínneyslunnar, ekki síst í norðurhluta Evrópu, kemur ekki á óvart að nú skuli vera keppt um hver séu bestu kassavínin. Slík smökkun var haldin nú í mars í Frakklandi í annað skipti undir merkjum Concours International Bag in Box í samstarfi við Toulouse-háskóla.

Í hópi bestu vínanna voru þrú vín sem fáanleg eru hér á landi. Rauðu kassavíni Vina Maipo Cabernet Sauvignon og Mixtus Cabernet-Merlot eru meðal þeirra sem vína sem hlutu viðurkenningu sem bestu kassavínin sem og hvíta kassavínið Vernissaga Chardonnay-Vigonier.

Heildarniðurstöður keppninnar má sjá hér. 

Deila.