Boschendal Sauvignon Blanc Grand Cuvée 2015

Höfðasvæðið í Suður-Afríku er með elstu víngerðarsvæðum Nýja-heimsins og þar er að finna mörg tignarleg vínhús með langa og mikla sögu. Boschendal í bænum Franschoek er eitt þeirra og hefur í gegnum aldirnar verið með þekktustu vínhúsum landsins.

Þetta er ferskt hvítvín úr Sauvignon Blanc-þrúgunni, nokkuð grösugt með límónuberki, sítrónugrasi og hvítum berjum í nefi. Nokkuð skarpt og ferskt.

70%

2.650 krónur. Góð kaup.

  • 7
Deila.