Canepa Classico Carmenere 2015

Víngerðin í Chile náði alþjóðlegri fótfestu með því að bjóða fersk og ávaxtarík vín á frábæru verði og þótt nú fari ekki síður meira fyrir dýrari Chile-vínum er enn hægt að treysta á landið í ódýrari flokkunum. Þetta Carmenere Classico frá Canepa er dökkt og ungt, heitur plómuávöxtur og krækiberjasafi, svolítið kryddað, ávöxturinn tær, mjúkur og þægilega sætur.

70%

1.599. Mjög góð kaup á þessu verði. Hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.

  • 7
Deila.