Duca di Saragnano Governo Rosso Toscano BIB

Governo er heiti sem notað er í Toskana yfir þá víngerðaraðferð sem flestir þekkja örugglega undir þeim samheitum sem notuð er norður í Veneto, þ.e. ripasso og appassimento. Í aðferðinni felst að þurrkuðum þrúgum er bætt út í vínlöginn til að gera hann kröftugri og bragðmeiri.

Þetta kassavín frá Toskana er dökkt á lit með heitum og svolítið sultuðum ávexti, plómur, kirsuber og vottur af sveskjum, heitt og kryddað. Nokkuð þykkur, dökkur ávöxtur í munni, sætur og þægilegur.

70%

6.799 krónur fyrir þriggja lítra box eða rétt innan við 1.700 krónur á 75 cl. ef miðað er við hefðbundnuna flöskustærð. Mjög góð kaup.

  • 7
Deila.