Villa Wolf Pinot Noir Rosé 2017

Villa Wolf eru vín sem Mósel-gúrúinn Ernst Loosen framleiðir í víngerðarhéraðinu Pfalz en hann tók yfir vínhúsið árið 1996. Í Pfalz er loftslag aðeins heitara en í Mósel og stíll þeirra því annar en Mósel-vínanna. Í Pfalz eru til dæmis mjög fínar aðstæður fyrir ræktun á Pinot-þrúgunum, ekki síst Pinot Noir og Pinot Gris. Rósavínið frá Villa Wolf er einmitt gert úr Pinot Noir og þetta er afbragðsgott rósavín. Fallega laxableikt og nefi tekur á móti manni bjartur, rauður berjaávöxtur, rifsberjahlaup, hindber, jarðarber í bland við þroskaðar perur. Strax í munni springur vínið út og nær þar unaðslegu jafnvægi á milli ferskrar sýru og mildri ávaxtasætu, vínið titrar hreinlega í munni. Virkilega gott.

80%

2.050 krónur. Frábær kaup. Gott alhliða rósavín, fordrykkur jafnt sem matarvín. Vín sem er tilvalið með krydduðum austurlenskum réttum, hvort sem er taílenskum eða indverskum.

  • 8
Deila.