Stemmari Passiata 2015

Passiata frá sikileyska vínhúsinu Stemmari er skemmtileg blanda úr Syrah (75%) og heimaþrúgunni Nero d’Avola og útkoman er vín sem er ferskara og bjartara en vín ræktuð í sikileysku sólinni og hitanum verða gjarnan. Þar sem að franska þrúgan Syrah er hérna í aðalhlutverki er vínið flokkað sem Terre Siciliane IGT. Það er dökkrautt, þéttur, ferskur og kryddaður rauður ávöxtur í nefi, kirsuber en líka sólber, í munni góð sýra, svolítið piprað. Hreint, beint og þægilegt. Fínt matarvín.

80%

1.999 kronur. Frábær kaup á því verði og fær vínið fjórðu stjörnuna út frá hlutfalli verðs og gæða.

  • 8
Deila.