Tommasi Amarone 2013

Amarone er einstakur norður-ítalskur vínstíll frá Valpolicella-svæðinu í kringum Verona. Þrúgurnar eru ekki pressaðar strax eftir uppskeru heldur þurrkaðar þannig að safinn verður þykkur og sætur og vínin oft þung og mikil.

Bjartur, þurr kirsuberjaávöxtur, rauð ber, sveskjur, vanilla og vanillubúðingur, eik, vínið er enn áberandi ungt, þetta er ekki þungur Amarone, heldur ansi hreint ferskt vín, þurrt og þægilegt af Amarone að vera.

90%

5.999 krónur. Frábær kaup. Með villibráð og nautakjöti.

  • 9
Deila.