Roda 2013

Roda er eitt af sannkölluðum ofurvínhúsum Rioja-héraðsins á Spáni og eigu Mario Rotlant sem hefur sterkari og meiri tengingu við Ísland en líklega nokkur annar vínframleiðandi. (Það er hægt að kynnast Rotlant og vínunum hans betur með því að smella hér).

Vínið er dökkrautt á lit, þykkur og djúpur litur, heitur og þroskaður ávöxtur í nefi, kirsuber, kirsuberjahlaup og krækiber, mild vanilla og súkkulaði, mokka,  yfirbragðið enn nokkuð ungt og stíllin nútímalegur, 2013 var frekar svalt í Rioja á þeirra mælikvarða og birtist í bjartara og ferskara Roda en fyrri árgangar, þétt og fínleg tannín, fín sýra og góður ferskleiki.

 

90%

4.590 krónur. Frábær kaup. Með nautasteikum og lambalæri.

  • 9
Deila.