Aðferð sem felst í því að geyma vín í gömlum viskýtunnum áður en það er sett á flösku hefur verið í nokkurri tísku í Bandaríkjunum. Kaliforníska Cabernet Sauvignon-vínið Augment er eitt af þeim en víni hefur legið á Bourbon-tunnum í nokkra mánuði og ber þess auðvitað merki. Vínið er dökkt og ávöxturinn er dökkur, krækiberjasafi, sultaðar plómur og svört, vínlegin kirsuber. Sæt og mjúk vanilla og butterscotch-karamella, mildur reykur. Sem sagt cabernet í bourbon. Þurrara en maður á von á, mjúkt og mikið.
80%
2.899 krónur. Frábær kaup. Þetta er vín sem kallar á eitthvað bragðmikið og jafnvel með smá sætu, grillað kjöt með BBQ sósu væri fyrirtak.
-
8