M. Chapoutier Belleruche Cotes-du-Rhone BIB 2018

Chapoutier er með fremstu framleiðendum Frakklands. Vínhúsið hefur aðsetur í bænum Tain l’Hermitage í Rhone-dalnum og þekktast er það fyrir Hermitage-vínin sín stórkostlegu. Nær allt sem frá þessu kemur er hins vegar í hæsta gæðaflokki og það á líka við um þriggja lítra kassann þeirra af Cotes-du-Rhone-víninu Belleruche. Dimmrautt, í nefi sæt bláber og brómber, lyng í munni mjúkt og kryddað, piprað. Afbragðsgott sem kassavín.

80%

8.195 krónur. Frábær kaup. Verðið samsvarar um 2.050 krónum á 75. cl flösku. Mjög gott matarvín.

  • 8
Deila.