Pfaffl Vom Haus Gruner Veltliner 2019

Pfaffl er með rómaðri vínhúsum Austurríkis og má nefna sem dæmi að í vor var það valið „besta vínhús Austurríkis“ í þýsku vínkeppninni Mundus Vini, sem haldin er árlega í aðdraganda að Prowein, sem er orðin mikilvægasta vínsýning heims. Vínin í línunni Vom Haus eru með þeim ódýrari frá Pfaffl, ætlað að vera aðgengileg, létt og ljúf  „hversdagsvín“. Við höfum lengi haft mikið dálæti á austurrísku þrúgunni Gruner Veltliner, sem getur verið einstaklega fersk og ljúffeng í höndum góðra víngerðarmanna. Liturinn er fölur, grænir tónar, nefið ferskt, límónubörkur, perur, sæt ástaraldin, sýran fersk og vínið spriklar aðeins á tungunni með votti af kolsýru, sjarmerandi og aðgengilegt vín.

 

80%

2.398 krónur. Frábær kaup. Flott sumarvín, eitt og sér eða með sumarlegum réttum.

  • 8
Deila.