Vina Maipo Gran Devocion Cabernet Sauvignon 2018

Vina Maipo er vínhús í Chile sem framleiðir all nokkur athyglisverð vín, ekki síst þegar horft er til gæða vínanna miðað við verð. Vínin í Gran Devocion-línunni eru þannig í mjög háum gæðaflokki þó svo að verðmiðinn sé ekki yfirþyrmandi. Þrúgurnar eru ræktaðar í Colchagua-dalnum líkt og þrúgurnar í mörg af athyglisverðustu rauðvínum Chile. Þetta er mikið og kröftugt vín, liturinn er þéttur, djúpur og dökkur, svarblár og svartur ávöxturinn í nefi heitur og kryddaður. Sólber og bláber eru áberandi, myntublær og eikin er nokkuð framalega með sæta vanillu og reyk. Í munni er vínið þykkt og ferskt, tannín mjúk og fersk sýra gefur því léttleika, nokkuð langt, míneralískt.

90%

2.999 krónur. Frábær kaup. Með grilluðum stórsteikum, lambi og nauti.

  • 9
Deila.