Brundlmayer Kamptaler Terrassen Gruner Veltliner 2010

Líkt og nafnið gefur til kynna eru þrúgurnar sem notaðar eru í þetta austurríska hvítvín frá Brundlmayer ræktaðar á sillum í hinum bröttu hlíðum við bakka Dónár.

Þrúgan Gruner Veltliner er eitt helsta tromp austurrískrar víngerðar, fersk og með mikla breidd í í ilm og bragði. Þetta vín frá Brundlmayer sýnir þessa eiginleika þrúgunnar vel, djúp blómaangan, sætt lime og þroskaður ananas. Vínið mjúkt og þægilegt í munni með mikla lifandi og mildri sýru. Þykkt, ferskt og seiðandi með mikla fyllingu.  Og líkt og margir góðir framleiðendur gera í vaxandi mæli hefur Brundlmayer ákveðið að nota skrúfutappa.

2.890 krónur. Mjög góð kaup.

 

 

Deila.