Leitarorð: ferðalög

Sælkerinn

Það er að því er virðist endalaust úrval af veitingastöðum í London. Sumir koma og fara. Aðrir eru alltaf jafnvinsælir og sumir meira að segja alltaf jafngóðir.

Sælkerinn

Þrátt fyrir að Madríd sé stærsta og líklega líflegasta borg Spánar er hún ekki sú sem Íslendingar þekkja best. Þetta er gersemi sem margir eiga enn eftir að uppgötva.

Sælkerinn

Um alla París má finna veitingastaði er endurspegla hin ólíku heimshorn. Vilji menn reyna norður-afríska matargerð Maghreb-svæðisins, gefst kjörið tækifæri á hinum fjölmörgu couscous-veitingastöðum Parísar. 

Sælkerinn

Öll þurfum við að nærast, þó að við séum á faraldsfæti, og því ekki að njóta þess í leiðinni. Heimurinn er fullur af spennandi veitingastöðum og hér eru nokkrir þeirra sem hafa staðið upp úr hjá mér á árinu á nokkrum vinsælum áfangastöðum Íslendinga.

Sælkerinn

E ftir að hafa reynt nautasteikur á mörgum af bestu steikhúsum og veitingahúsum í heimi frá Buenos Aires til Melbourne, Höfðaborg til Parísar og Tókýó til New York heldur maður að ekkert geti lengur komið manni á óvart. En viti menn, allt í einu fær maður steik sem slær allt annað út og það með þvílíkum stæl að maður er orðlaus á eftir. Heimilisfangið er 529 Wellington í borginni Winnipeg í Kanada.

Sælkerinn

Veitingastaðurinn Le Bernardin lætur ekki mikið yfir sér að utan frekar en flestir veitingastaðir borgarinnar en hann er til húsa The Equitable Building í 151 West 51. Street á milli 6. og 7. breiðgötu, steinstnar frá Moma. Þegar inn er komið leynir sér hins vegar ekki að þarna er um að ræða stað í hæsta gæðaflokki.

Sælkerinn

Það má færa sterk rök fyrir því að hvergi á Norðurlöndunum standi veitingahúsamenning í jafnmiklum blóma og í Stokkhólmi. Þar er að finna aragrúa frábærra veitingastaða, jafnt rótgróinna og sígildra staða sem nýrra og framúrstefnulegra veitingastaða.

Sælkerinn

Í þröngri hliðargötu út frá helstu verslunargötu Verona er að finna einstakan veitingastað sem ber ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn. Hann hefur verið í rekstri frá því á sautjándu öld og er merktur með látlausu skilti, Bottega dei Vini, eða Vínhúsið.

1 2 3 4