Lime og hunangsmarineraður kjúklingur

Lime er yndislegur ávöxtur sem gefur suðrænt bragð. Þessi marinering er frábær fyrir kjúkling og það má nota kjúklingabringur eða læri. Einnig er fínt að nota hana á butterfly-kjúkling.

  • safi úr og rifinn börkur af einni límónu
  • 1 dl ólífuolía
  • 3 msk hunang
  • 3 pressaðir hvitlauksgeirar
  • 1 msk timjan
  • 1 msk ferskt rósmarín saxað
  • salt og pipar

Blandið öllu saman í plastpoka. Látið kjúklinginn liggja í leginum í ísskáp í 1-2 klukkustundir. Grillið.

Með þessu er gott að hafa hvítvín frá Alsace í Frakklandi, t.d. Trimbach Riesling. 

Deila.