Þessi Kúbu-kokkteill er ekki alveg hreinræktaður kúbanskur þar sem trönuber er ekki að finna á Kúbu. Hann er góður engu að síður.
1 msk sykur
15 ml lime-safi
120 ml trönuberjasafi
6 cl Havana Club 7 años
Pressið lime-safann og hellið í long drink-glas. Leysið upp sykurinn í safanum. Setjið klaka í glasið. Hellið í trönuberjasafanum og síðan romminu. Hrærið.