Basiltini

Þessi flotti drykkur er romm-útgáfa af Martini með sætum ljósum vermút og appelsínulíkjör, Basillinn er svo punktur-inn yfir i-ið. Settur saman af barþjónum Vegamóta.

3 cl Martini Bianco

3 cl Bacardi

3 cl Triple Sec

4 basil-blöð

3 sneiðar lime, kreystið safann

3 tsk hrásykur

Setjið allt í kokkteilhristara ásamt klaka. Hristið vel og hellið í kælt Martini-glas. Skreytið með basilblöðum.

Deila.