Junebug

Þessi hitabeltiskokkteill á uppruna sinn að rekja til Ástralíu eftir því sem við komumst næst og hefur verið mjög vinsæll á meginlandi Evrópu síðustu ár. Hér í útgáfu Fleur hjá Che Group í Rotterdam.

2 cl De Kuyper Melon

2 cl De Kuyper Pisang Ambon bananalíkjör eða Créme de Bananes

2 cl De Kuyper Créme de Coconut eða Malibu

2 cl nýkreystur lime-safi

1 cl sykursíróp

Hristið öllu saman í kokkteilhristara með klaka. Hellið í Martini eða Collins-glas og skreytið með lime- og sítrónuberki.

Deila.