Hver er besti borgarinn?

Fyrsta vefkönnun Vínóteksins er komin í loftið. Við ákváðum að hún skyldi ekki snúast um vín heldur hamborgara. Hamborgarinn er nefnilega um margt miskilinn. Margir líta niður á hann og telja hann vera helstu táknmynd skyndibitaómenningar og eiga lítið sameiginlegt með sælkerafæði.

En hvað eru hamborgarar? Nautakjöt með brauði, grænmeti og öðru meðlæti. Þetta snýst því allt um það hvernig við nálgumst viðfangsefnið. Ekki síst í Bandaríkjunum eru þeir á köflum listform þar sem hágæðahráefni er notað til að færa hamborgarann upp á næsta stig. Þetta getur maður líka gert heima hjá sér með því að hakka niður kjötið sjálfur og móta hamborgarann að vild.

En hvar skyldu nú besti borgarinn vera? Er það hinn svali Sirloin-borgari á 101, Vegamótaborgarinn, Gleym mér ey með gráðostinum á Vitabarnum, Smokeburger með BBQ og beikon á hinum ameríska Ruby Tuesday, hin íslenski Búlluborgari Hamborgarabúllunnar eða bara einhver allt annar.

Taktu könnunina hérna á forsíðunni og við sjáum í mánaðarlok hver besti borgari landsins er að mati lesenda Vínóteksins.

Deila.