Þessa marengsköku hef ég bakað í mörg ár eða frá því ég byrjaði búskap og stendur hann alltaf fyrir sínu. Kökur sem þessar eru oft kallaðar „Þóruterta“.
- 4 eggjahvítur
- 2 dl sykur
- 1 dl púðursykur
- 2 dl Rice Krispies
Stífþeytið eggjahvíturnar ásamt sykrinum. Blandið síðan rice krispies varlega saman við eggjavhvíturnar. Setjið í 2 hringlaga 24 cm form eða myndið 2 hringi á bökunarpappír sem eru 24 sm í þvermál. Bakið við 150 gráður í 60 mín.
Krem:
- 60 grömm smjör
- 80 grömm flórsykur
- 4 eggjarauður
- 100 grömm rjómasúkkulaði
- 2, 5 dl rjómi
- Jarðarber
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.Hrærið saman smjöri, flórsykur og eggjarauður og bætið síðan súkkulaðinu saman við. Smyrjið megninu af kreminu á marengsbotninn, setjið síðan rjómann ofan á. Þá er hinn botninn settur ofan á og afganginum af kreminu dreift ofan á ásamt jarðarberjum.